Líkið á mótorhjólinu
11:48 › 6. maí 2010
Áður en að hinn 22 ára gamli David Morales Colon frá Puerto Rico var skotinn til bana í San Juan sagði hann fjölskyldu sinni að ef hann myndi deyja fyrir aldur fram myndi hann ekki vilja fá hefðbundna útför.
David var gríðarlega mikill áhugamaður um mótorhjól og ákvað fjölskylda hans því, í samvinnu við útfararstofu í San Juan, að smyrja lík hans og koma því fyrir á mótorhjólinu hans.
Lík Morales hvílir því á mótorhjólinu í gallabuxum með derhúfu á höfði og sólgleraugu. „Hann elskaði mótorhjólið sitt og þegar hann var á því var hann laus við allar áhyggjur. Við vitum að hann verður hamingjusamur til eilífðarnóns,“ segir skyldmenni Morales.
Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment